84 milljónir stjarna og fer fjölgandi
24. október 2012

Stafrænu myndavélarnar sem við notum dags daglega eru eins og leikföng við hliðina á myndavélinni sem tók þessa nýju mynd af miðju okkar vetrarbrautar.

Ef þú ferð út í búð að kaupa nýja myndavél sérðu fljótt að tekið er fram hve marga „megapixla“ hún hefur. Sú tala segir til um hve mikil smáatriði sjást á myndinni og hve stórar myndirnar verða. Stafrænar myndavélar hafa oft um og yfir 10 megapixla. Þessi ótrúlega mynd hér að ofan var tekin með sérstakri myndavél sem er föst á sjónauka en myndin er 12.000 megapixlar!

Það er þó ekki eina stóra talan sem tengist myndinni. Á henni geta stjörnufræðingar nefnilega séð 173 milljónir fyrirbæri og búið er að staðfesta að af þeim eru 84 milljónir stjörnur! Það eru tíu sinnum fleiri stjörnur en stjörnufræðingar hafa séð á eldri myndum af miðju okkar vetrarbrautar.

„Nýju gögnin gefa okkur svipmynd af öllum stjörnunum í einu svo við getum talið stjörnurnar í þessum hluta vetrarbrautarinnar“ segir stjörnufræðingurinn Dante Minniti. Stjörnufræðingar hafa þegar gert áhugaverða uppgötvun með því að rannsaka þessa mynd: Þeir hafa fundið aragrúa stjarna sem kallast daufir, rauðir dvergar. Það eru góðar fréttir fyrir stjörnufræðinga í leit að reikistjörnum því daufir rauðir dvergar henta sérstaklega vel til þeirrar leitar.

Taktu þátt: Hvað myndir þú skoða ef þú gætir stjórnað einum öflugasta sjónauka í heiminum? Til að halda upp á 50 ára afmæli sitt hefur Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli boðið öllum að kjósa um hvaða fyrirbæri VLT sjónaukinn á að skoða! Smelltu hér til að fá fleiri upplýsingar.

Fróðleg staðreynd
None
This Space Scoop is based on a Press Release from ESO.
ESO

Þýðing: Sævar Helgi Bragason/Stjörnufræðivefurinn

Mynd
Prentvæn útgáfa
Fleiri Space Scoops

Enn forvitin(n)? Lærðu meira...

Hvað er Space Scoop?

Lærðu meira um stjörnufræði

Veitir næstu kynslóð geimkönnuða innblástur

Vinir Space Scoop

Hafðu samband

This website was produced by funding from the European Community's Horizon 2020 Programme under grant agreement n° 638653