Veiðigyðjan fangar bráð sína
25. september 2013

Stjörnufræði er ein framúrstefnulegasta og tæknivæddasta vísindagrein í heimi. Til að ferðast út í geiminn þurfum við háþróaðar eldflaugar og til að kanna nýja heima þurfum við flókin könnunarför. Til að horfa á fjarlæg fyrirbæri þurfum við öfluga sjónauka. Vissir þú samt að stjörnufræði er líklega elsta vísindagreinin? Fólk hefur rannsakað stjörnurnar frá örófi alda, þótt þá hafi stjörnufræðin reyndar blandast mjög saman við trúarbrögð og goðsagnir.

Við sjáum enn merki um þessa goðsögulegu fortíð stjörnufræðinnar í fyrirbærum í geimnum. Sem dæmi voru reikistjörnurnar næstum allar nefndar eftir rómverskum guðum. Til dæmis er Mars stríðsguðinn og Venus ástargyðjan. Ný og mjög öflug myndavél sem Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli (ESO) hefur þróað sameinar bæði gamalt og nýtt. Myndavélin kallast „ArTeMIS“; fornt nafn úr grískri goðafræði fyrir nýstárlegan hlut. Með myndavélinni nemum við útvarpsbylgjur utan úr geimnum í meiri smáatriðum en nokkru sinni fyrr! ArTeMIS getur útbúið stór kort af næturhimninum með því að mæla útvarpsbylgjur hraðar og í mun betri gæðum en nokkur önnur myndavél!

Artemis er veiðigyðjan og með þessari mynd hefur hún fangað bráð sína: Kattarloppuþokuna. Á myndinni sést stórt ský úr litríku gasi þar sem fjöldinn allur af ungbarnastjörnum eru að fæðast!

Fróðleg staðreynd

Í sólkerfinu eru átta reikistjörnur en sex þeirra eru nefndar eftir rómverskum guðum og gyðjum. Fyrir utan Jörðina er Úranus eina undantekningin. Úranus er nefndur eftir gríska himnaguðinum.

This Space Scoop is based on a Press Release from ESO .
ESO
Mynd
Prentvæn útgáfa

Enn forvitin(n)? Lærðu meira...

Hvað er Space Scoop?

Lærðu meira um stjörnufræði

Veitir næstu kynslóð geimkönnuða innblástur

Vinir Space Scoop

Hafðu samband