Stærstu og heitustu stjörnurnar lifa sjaldnast einar
26. júlí 2012

Alheimurinn er æði fjölbreyttur staður og í honum eru fjölmargar stjörnur gerólíkar sólinni okkar.

Hvernig stjarna er á litinn veitir stjörnufræðingi upplýsingar um þyngd og hitastig hennar. Heitustu og þyngstu stjörnurnar eru bláar á meðan þær köldustu og léttustu eru rauðar. (Þetta er andstætt því hvernig við notum blátt og rautt fyrir heitt og kalt í daglegu lífi, eins og á krönum og í veðurfréttum.)

Stjörnur eru settar í eftirfarandi flokka eftir hitastigi, frá þeim heitustu til hinna köldustu: O, B, A, F, G, K og M. Sólin okkar er meðalheit stjarna í G-flokki. Eins og sjá má eru flokkarnir ekki í stafrófsröð. Á ensku er til einföld setning til að muna röðina: „Oh, Be A Fine Girl/Guy, Kiss Me“. (Getur þú búið til einfalda setningu á íslensku til að hjálpa þér að muna röðina? Skoðaðu verkefnið neðst í fréttinni.)

Fyrir skömmu rannsakaði alþjóðlegur hópur stjörnufræðinga 71 stjörnu af O-gerð — risastjörnurnar í alheiminum. Út frá flokkunum sérð uað þessar stjörnur eru óhemju heitar. Ekki er svo ýkja langt síðan að stjörnufræðingar héldu að flestar stjörnur af O-gerð væru langt frá næstu nágrönnum sínum. En í nýju rannsókninni kom í ljós að 3 af hverjum 4 stjörnum af O-gerð verja ævi sinni með annarri stjörnu, þ.e. í pörum. Raunin er sú að 1 af hverjum 3 pörum eru svo þétt saman að þær munu að lokum renna saman í eina stjörnu!

Nýttu sköpunargáfuna: Við viljum gjarnan sjá tillögur ykkar á einfaldri setningu á íslensku til að hjálpa okkur að muna röð stjarnanna, frá þeim heitustu til hinna köldustu (O, B, A, F, G, K og M). Sendu okkur endilega þína hugmynd á info@unawe.org ásamt nafni (eða nafni skólans ef um bekk er aðr æða), aldur og land.

Fróðleg staðreynd
None
This Space Scoop is based on a Press Release from ESO .
ESO
Mynd
Prentvæn útgáfa

Enn forvitin(n)? Lærðu meira...

Hvað er Space Scoop?

Lærðu meira um stjörnufræði

Veitir næstu kynslóð geimkönnuða innblástur

Vinir Space Scoop

Hafðu samband