Fuglaskoðun í geimnum
26. september 2012

Hefur þú einhvern tímann horft til himins og séð kynjaverur í skýjunum? Stjörnufræðingar gera það líka, nema skýin okkar eru kölluð geimþokur og eru óralangt úti í geimnum. Ólíkt jarðneskum skýjum sem eru úr vatni, eru geimþokur úr gasi og ryki. Stjörnufræðingar sáu fyrir sér fuglshöfuð í þessu skýi og kölluðu það Mávaþokuna.

Gasið og rykið í geimnum er svo kalt að það skín ekki nógu skært til þess að við greinum það með berum augum — þvi heitara sem fyrirbæri er, því skærar skín það. Þetta virkar líka í hina áttina. Ef þú hefur haldið á ljósaperu sem hefur logað í nokkurn tíma finnurðu að hún er mjög heit. Þokan á þessari mynd er rauðglóandi vegna mjög heitrar stjörnu í miðjunni sem markar auga mávsins. Hitinn frá þessari stjörnu hefur hitað upp umhverfið svo það glóir.

Á myndinni sést líka blá þokumóða, sérðu hana? Þetta er ryk sem heitar, ungar stjörnur í þokunni lýsa upp. Ljós stjarnanna skoppar af rykögnunum og gerir þær sýnilegar, svipað og þegar þú beinir vasaljósi að hlutum í myrkvuðu herbergi: Hlutirnir sjást vegna þess að ljósop skoppar af þeim og í augun okkar.

Þessi mynd sýnir aðeins lítinn hluta af þokunni. Skýið allt breiðir út vængi sína yfir risavaxið svæði í geimnum og lítur út eins og fugl á flugi. Þú getur skoðað myndina hér.

Fróðleg staðreynd

Stjarnan á miðri mynd (auga mávsins) er ekki ein stjarna heldur tvær á braut um hvor aðra. Við köllum slík kerfi tvístirni!

This Space Scoop is based on a Press Release from ESO.
ESO

Þýðing: Sævar Helgi Bragason/Stjörnufræðivefurinn

Mynd
Prentvæn útgáfa
Fleiri Space Scoops

Enn forvitin(n)? Lærðu meira...

Hvað er Space Scoop?

Lærðu meira um stjörnufræði

Veitir næstu kynslóð geimkönnuða innblástur

Vinir Space Scoop

Hafðu samband

This website was produced by funding from the European Community's Horizon 2020 Programme under grant agreement n° 638653